Heimahleðsla
Með heimahleðslustöð er bíllinn ávallt reiðubúinn þegar þú þarft á honum að halda.
Kaupa hleðslustöðSérbýli
Það fylgir því frelsi að geta hlaðið rafbílinn hvenær sem þér hentar. Zaptec Go er nett og því auðvelt að koma henni fyrir, hvort sem það er í bílskúr eða á bílastæði. Skoðaðu hvernig Zaptec Go hentar fyrir bílinn þinn og heimili.
Öruggur búnaður
Zaptec Go er hagkvæm og örugg hleðslulausn, sama hvernig bíl þú ekur. Með framúrskarandi og umhverfisvænni norskri tækni hefur tekist að framleiða minnstu 22 kW snjallhleðslustöð í heimi. Hún er jafn snjöll að innan og hún er einföld að utan. Stöðin uppfyllir allar kröfur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, með innbyggða DC lekavörn í samræmi við IEC-62955 og 5 ára verksmiðjuábyrgð.
Snjallar lausnir
Hleðslustöðin er búin allra nýjust tækni og er nettengjanleg með WiFi eða 4G LTE-M. Hægt er að stýra stöðinni í gegnum app í símanum, fylgjast með notkun, læsa hleðslukapli við stöðina auk annarra skipana. Athugið þó að hleðslukapall fylgir ekki stöð.
Leiðbeiningar á íslensku
Notendavænar leiðbeiningar á íslensku fyrir eigendur hleðslustöðva ásamt uppsetningaleiðbeiningum fyrir fagmenn.
Meira fyrir minna
Margur er knár þótt hann sé smár. Zaptec Go hleður á þremur jafnt sem einum fasa og getur afkastað allt að 22 kW á klst.
Zaptec Go
N1 býður snjallar 22 kW heimahleðslustöðvar. Búnaðurinn hentar fyrir allar tegundir rafbíla. Stöðin er með innbyggða DC lekavörn í samræmi við IEC-62955 og 5 ára verksmiðjuábyrgð. Stöðinni fylgir app þar sem hægt er að aðgangsstýra stöðinni ásamt því að sjá yfirlit yfir notkun auk annarra skipana.
Nánar um Zaptec GoVerðskráÞjónusta
Zaptec Go hleðslustöðvarnar er hægt að skoða og kynna sér frekar á vefverslun N1 eða í verslun N1 sem staðsett er í Klettagörðum 13, 104 Reykjavík.
Kaupa hleðslustöðAðrar hleðslulausnir
Fjölbýli
Stendur til að rafvæða þitt fjölbýli? N1 aðstoðar fjölbýli við þarfagreiningu og leggur til lausnir sem henta þeim.
Skoða nánarFyrirtæki
Eru orkuskiptin framundan? N1 býður upp á hleðslulausnir sem vaxa eftir þörfum þíns fyrirtækis.
Skoða nánar